Fyrirtækjaþjónusta

HS Bólstrun ehf. 
Við búum yfir víðtækri þekkingu á hönnun og framleiðslu á skrifstofuhúsgögnum.Við höfum sérhæft okkur í stillingum, viðgerðum og endurbótum á flestum tegundum skrifstofustóla sem í notkun eru hér á landi. Stilling og viðgerð fer annaðhvort fram á staðnum eða á verkstæði okkar og getum við þá lánaður stóll á meðan viðgerð fer fram ef óskað er. H.S. Bólstrun hefur einnig á boðstólnum uppgerða vandaða stóla með fullri ábyrgð á  góðu verði.Góður Skrifstofustóll. 
Vandaður og þægilegur stóll þarf að veita þægilegan stuðnig við mjóbakið og formaður vel útí hliðarnar einnig að geta velt setunni svo hægt sé að breyta afstöðunni milli lærleggja og hryggjar til að létta bæði á fótum og hrygg. Mikilvægt er að stóllinn sé léttur svo auðvelt sé að færa hann til á gólfinu .Mikilvægt er að það séu rétt hjól undir stólnum miðað við gólfefni ,röng hjól slíta ílla gólfi. Verð á skrifstofustólum liggja oftast í gæðum og hönnun.

Þjónusta
Við bjóðum margskonar bólstrun þar sem verð og gæði fara vel saman,
t,d, antikbólstrun,húsbílaklæðningar,bílsætaviðgerðir,mótorhjólasætum,
snjósleðasætum viðgerðir á skrifstofustólum,fundarhúsgögnum og allskonar saumaskap,viðgerðir og limingar á húsgögnum við höfum mikið úrval af áklæðisprufum, leðurlíki og leðri og hjálpum til við val á efni á húsgögnin þín. 

Fyrtækjaþjónusta 
Við bjóðum fyrirtækjum, félagsheimilum, kirkjum,skólum,heilsugæslum og.fl. að koma á staðin með áklæðisprufur og gera föst tilboð. Við Sækjum og sendum ef óskað er, einnig er hægt að senda okkur myndir og við sendum tilboð til baka. Hjá okkur starfa eingöngu fagmenn.