Bílsæti

Bílsætaviðgerðir er
vaxandi þáttur í starfsemi okkar.



Við gerum við og klæðum allar gerðir af bílsætum, mótohjólasætum,
vélsleðasætum.Höfum mikla og langa reynslu af viðgerðum.
Góður Bílstjórastóll þarf að veita þægilegan stuðning við mjóbakið og formaður vel út til hliðarnar, einnig að geta velt setunni svo hægt sé að breyta afstöðunni milli lærleggja og hryggjar til að létta bæði á fótum og hrygg. Lélegt og illa bælt bílsæti getur orsakað mikla vanlíða í baki, herðum og mjöðmum, og gæti hreinlega orðið varanleg skemmd á likamanum. Góður bílstjórastóll er jafn mikilvægur og góð rúmdýna fyrir líkamann. Lélegt bílsæti Algengt er að svampur sé settur beint á grindina ,og þá skerst grindin upp í svampinn og áklæðið fer að slakna og koma brot og brotið rifnar fljótt. því sem farið er oftar inn og út úr bílnum fer þetta fyrr. Ekki er óalgengt að komið sé með 1. árs gömul bílsæti til viðgerðar. Eru bíalnir tölvert keyrðir og eru það í flestum tilfellum atvinnubílar. Með því að koma með þetta tímalega í viðgerð eða um leið og efnið fer að slakna er þetta tiltölulega lítið mál,, við setjum sterkan dúk milli svamp og gindar svo að grind skerist ekki upp í svampinn. Þjónusta Við hjá H..S.Bólstrun. ehf. höfum mikla reynslu í viðgerðum á bílsætum, snjósleðasætum og mótorhjólasætum,Við höfum þjónað mörgum atvinnubílstjórum og nokkrum bílaumboðum í um það bíl 30 ár. Við veitum atvinnubilstjórum algjöran forgang, en panta þarf tíma hjá okkur ef ökutækið má ekki stoppa lengi. Þá förum við strax í viðgerðina þegar það hentar viðkomandi best að missa tækið úr vinnu. Classic Bilar Við erum komnir í samband við 30 ára gamalt fyrirtæki í USA. sem er hægt að panta áklæði í metrum eða tilsaumað á sæti. Eins er hægt að fá orginal hurðaspjöld og toppa í bíla. Á þetta við um alla USA. bíla frá 1940. - 1990. 

 

 

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 







  Snjósleðasæti

  
Fyrir

 

Eftir
 

                            
                                                                                                        Fyrir

      
Eftir