Sveinstykki
Berglind Hafsteinsdóttir
"Ég á nú ekki langt að sækja áhugann á bólstrun. Faðir minn, Hafsteinn Sigurbjarnason, er bólstrarameistari og var með verkstæði á Selfossi um tíma. Ég hafði öðru hverju verið að hjálpa honum þegar mikið var að gera og það þróaðist síðan í að mér fannst orðið svo gaman í vinnunni og að sjá gömlu, illa förnu sófasettin koma inn og fara út af verkstæðinu nánast ný og falleg. Ég ákvað því að láta slag standa og fara á samning hjá föður mínum í des 1997, en þá hafði ekki verið tekinn nemi í iðnina í mörg ár." Þegar nálgaðist sveinspróf Berglindar, kom upp sú hugmynd hjá Meistarafélagi bólstrara að best væri að námið væri klárað erlendis. Meistarafélag bólstrara og Menntafélag byggingariðnaðarins gengu því í að finna hentugan skóla og varð Skive Tekniske Skole í Danmörku fyrir valinu, en sá skóli er einn sá virtasti í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Þetta samstarfsverkefni MBF og danska skólans var styrkt af Leonardo daVinci starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins.
Námið erlendis var nánast eingöngu verklegt og 11 vikna langt og lauk svo með skilum á prófverkefni, sem var stór og myndarlegur stóll sem kallast "Queen Ann". Eftir að skólanum lauk, ákvað Berglind að ná sér í aukna reynslu í Danmörku og fékk vinnu á litlu verkstæði. Verkstæðið var í eigu hjóna, sem bæði eru bólstrarar og var unnið þar við að endurbæta gömul húsgögn.Berglind lauk prófi 14 des 2001 og var fyrsti nemi sem útskifast frá Skive. Þegar heim var komið hóf Berglind aftur störf hjá HS.Bólstrun og vann þar til í des 2007.Ég ákvað síðan að breyta til og flija á Selfoss og opna þar bólstrun og heitr það Bólsturlist þeir sem eru á selfossi og nágrenni er velkomið að hafa samband í sima 699 5750.Hafþór bróðir minn fór einnig í sama skóla og lauk við sveinstykki sitt 20 júni 2003.einnig frá Skive, sveinsstykki hans er sama gerð af stól, og starfar hann hjá HS.Bólstun ehf
Berglind Hafsteinsdóttir
Bólsturlist.slf
Sílatjörn 18
800 Selfoss
[email protected]
simi: 699 5750
"Ég á nú ekki langt að sækja áhugann á bólstrun. Faðir minn, Hafsteinn Sigurbjarnason, er bólstrarameistari og var með verkstæði á Selfossi um tíma. Ég hafði öðru hverju verið að hjálpa honum þegar mikið var að gera og það þróaðist síðan í að mér fannst orðið svo gaman í vinnunni og að sjá gömlu, illa förnu sófasettin koma inn og fara út af verkstæðinu nánast ný og falleg. Ég ákvað því að láta slag standa og fara á samning hjá föður mínum í des 1997, en þá hafði ekki verið tekinn nemi í iðnina í mörg ár." Þegar nálgaðist sveinspróf Berglindar, kom upp sú hugmynd hjá Meistarafélagi bólstrara að best væri að námið væri klárað erlendis. Meistarafélag bólstrara og Menntafélag byggingariðnaðarins gengu því í að finna hentugan skóla og varð Skive Tekniske Skole í Danmörku fyrir valinu, en sá skóli er einn sá virtasti í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Þetta samstarfsverkefni MBF og danska skólans var styrkt af Leonardo daVinci starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins.
Námið erlendis var nánast eingöngu verklegt og 11 vikna langt og lauk svo með skilum á prófverkefni, sem var stór og myndarlegur stóll sem kallast "Queen Ann". Eftir að skólanum lauk, ákvað Berglind að ná sér í aukna reynslu í Danmörku og fékk vinnu á litlu verkstæði. Verkstæðið var í eigu hjóna, sem bæði eru bólstrarar og var unnið þar við að endurbæta gömul húsgögn.Berglind lauk prófi 14 des 2001 og var fyrsti nemi sem útskifast frá Skive. Þegar heim var komið hóf Berglind aftur störf hjá HS.Bólstrun og vann þar til í des 2007.Ég ákvað síðan að breyta til og flija á Selfoss og opna þar bólstrun og heitr það Bólsturlist þeir sem eru á selfossi og nágrenni er velkomið að hafa samband í sima 699 5750.Hafþór bróðir minn fór einnig í sama skóla og lauk við sveinstykki sitt 20 júni 2003.einnig frá Skive, sveinsstykki hans er sama gerð af stól, og starfar hann hjá HS.Bólstun ehf
Berglind Hafsteinsdóttir
Bólsturlist.slf
Sílatjörn 18
800 Selfoss
[email protected]
simi: 699 5750
|
|